Forsíða Veflausnir Vefþjónusta Vefumsjónarkerfi ecWeb Viðskiptavinir ecBook English Vefpóstur ecWeb

 

 
 

 

 
 
 

ecBook - Öflug birtingarmynd

Með ecBook geta fyrirtæki birt myndir, bæklinga, vörulista, auglýsingar, fréttabréf, blöð, leiðbeiningar og tímarit í bestu mögulegum gæðum á Netinu án þess að þurfa að hafa minnstu áhyggjur af upplausn eða gagnaflutningi.

ecBook er sjálfstæð kerfiseining í ecWeb vefstjórnarkerfinu sem vinnur með myndvinnsluhluta þess. Notendur þurfa einungis aðgang að þeim hlutum ecWeb sem nauðsynlegir eru til að vinna í ecBook.

Með ecBook er hægt að hagnýta sér nýja tækni við miðlun upplýsinga. Hægt er að miðla myndskrám í fullri prentupplausn út á Netið en birting þeirra þar er afar létt og þjál. Í raun eru gæðin í birtingu í réttu hlutfalli við upplausnina án þess að það hafi nokkurn tímann áhrif á hraðann við skoðun gagnanna. Notendur geta skoðað efnisyfirlit, breytt sjónarhorni að vild og þysjað sig inn í myndir og skoðað þannig smæstu hluta þeirra eftir hentugleika.  Þeir geta flett á milli mynda og síðna í stórum gagna- eða prentskrám með því einu að smella með músinni. 

Lifandi myndir
Í ecBook geta notendur sett inn gagnaskrár af hvaða toga sem er.  Algengast er að nota PDF skrár, JPG eða Tiff skrár.  Hægt er að hlaða skránum beint inn í kerfið í fullri upplausn;  þeim mun hærri upplausn þeim mun meiri gæði í birtingu í ecBook.   Ekki skiptir máli þótt skurðarmerki eða litaborðar séu í skránum því hægt er að skera utanaf myndfletinum í kerfinu.
Hægt er að hlaða inn jafnt stökum síðum eða heilum skrám með mörgum samfelldum síðum því kerfið brýtur skrárnar niður í stakar einingar og raðar þeim rétt upp samkvæmt blaðsíðuskipan skrárinnar.
Hægt er að hafa ecBook inni á hvaða vef sem er án tillits til þess tóls sem notað hefur verið smíði hans.  Einnig er hægt að láta ecBook endurspegla heildarvef því kerfið smíðar sjálvirkt veftré eða efnisyfirlit gagnanna.


Markviss sýn á gögnin
Í ecBook er hægt að fletta í gögnum og skoða þau mjög ítarlega hvenær sem er, án tillits til nettengingar eða flutningsgetu móttakanda.

Hægt er að byggja upp efnisyfirlit og fletta með smámyndum í gegnum hverja einustu síðu eða skoða hverja síðu fyrir sig í heild. Hægt er að stækka lesflötinn mjög mikið og því er kerfið kjörið til að einfalda lestur sjónskertra.

<< til baka

ec Software | Thorvaldsensstræti 4-6 | 101 Reykjavík | s. 595 5900 | fax. 595 5901 |  [email protected] Leita